top of page

Ósonlagið

 Án ósonlagsins mundi líf  ekki geta þrifist á jörðu. Það verndar okkur, dýrin og gróðurinn frá .skaðlegum útfjólubláum geislum sólar sem geta valdið okkur miklum skaða, t.d. húðkrabbameini.  Þetta getur valdið minnkun á ósoninu í andrúmsloftinu. Ósonlagið hefur umlukið jörðina stöðugt í milljónir ára, og er einskonar sólhlíf jarðar. En upp úr 1920 áttuðu menn sig á að ósonlagið er mjög viðkvæmt og byrjuðu menn að hafa áhyggjur af hugsanlegri eyðingu ósonlagsins, af völdum klórflúorkolefna (CFC) einu nafni kölluð freon. Þetta eru efnasambönd sem innihalda klór, flúor, kolefni og hafa verið notuð í t.d. úðabrúsa og kæliefni. Þau er talin vera skæðustu efnin fyrir ósonlagið. Við eyðingu ósonlagsins vegna efnahvarfa ósons, við ósoneyðandi efni raskast þetta jafnvægi og eykst þá útfjólublá geislun við yfirborð jarðar. Það getur valdið miklum skaða á lífríkinu. 

Snemma á 17. Áratugnum tóku vísindamenn eftir því að ósonlagið yfir Norðurheimskautinu og Suðurheimskautinu byrjaði að minnka verulega.

Holur hafa myndast á ósonglaginu sem nær yfir bæði heimskautin, á þeim stöðum er ósonlagið mjög þunnt.  Orðið ,,hola“ er notað sem samlíking fyrir svæði þar sem styrkur ósons fellur undir lágmark að vægi 220 ’Dobson eininga’. Þykkt ósonlagsins er mæld í fyrrnefndum Dobson-einingum.

En af hverju yfir heimskautunum? Líkleg orsök þessa er að niðurbrot ósonsins verður harðara þar sem loftið er mjög kalt og ískristalar, svokölluð pólský, sem innnihalda saltpétursýru hafa myndast. Sú er útskýringin á óvenjulegri minnkun ósonmagns yfir Suðurheimskautinu, sem árlega er metin þegar sólin er hátt á lofti um vorin.

bottom of page