top of page

Gróðurhúsaáhrif

Sólarljósið fer í gegnum lofthjúpinn(andrúmsloftið), og þar endurkastast 26% af sólargeislunum strax aftur út í geiminn vegna frákasts frá skýjum og ýmsum öðrum ögnum í lofthjúpnum, en skýin og agnirnar gleypa um 19% geisla. U.þ.b. 55% af geislunum nær að yfirborði jarðar en 4% endurkastast strax aftur út í geim. Afgangurinn samanstendur af 51%, en þeir hafa á margan hátt áhrif á t.d. bráðnun jökla, uppgufun vatns, hitun yfirborðsins og til ljóstillífunar plantna. Geislarnir sem ná að yfirborði jarðar er ljós og önnur rafsegulsgeislun með stuttri bylgjulengd. Orka þeirra hitar jörðina en jörðin sendir þá frá sér sem varmageislun með talsvert meiri bylgjulengd en upphaflega ljósið.  Aðeins brot af varmageislunum berst út fyrir lofthjúpinn, meirihluti þeirra er fangaður af sameindum í lofthjúpnum sem eru kallaðar gróðurhúsalofttegundir. Lofttegundirnar eru Koltvíoxíð (CO2), vatnsgufa, metan, tvínituroxíð (N2O), óson (O3) og ýmis halógen-kolefnissambönd sem verða til í iðnaði. Þetta er náttúrulegt ferli gróðurhússáhrifa.

Síðustu tvær aldirnar hefur magn af koltvíoxíð aukist. Fyrst og fremst af því að við, mannkynið, brennum töluverðu magni af jarðefnaeldsneyti s.s. kolum, olíu, gasi og hráolíu. Við bruna jarðefnaeldsneytis og annarra efna í orkuverum losnar út í andrúmsloftið það koltvíoxíð sem lífverur og plöntur bundu með ljóstillífun á tugum milljóna ára. Það bætir ekki úr skák að við höggvum nú miklu meira af trjám en vex upp í staðinn. Það leiðir til færri trjáa til þess að binda koltvíoxíð með ljóstillífun og magn koltvíoxíðs eykst enn frekar.

Án gróðurhúsaáhrifanna væri meðalhiti jarðar um -18°C en ekki 15°C eins og það er.

bottom of page