top of page

Hlýnun jarðar

 Nýlega hefur mikið verið í umræðunni um loftlagsbreytingar, veðurfar jarðar hefur breyst mikið á skömmum tíma og hitastig hækkað. Menn velta því fyrir sér hvort hlýnunin stafi af manna völdum og að við séum að losa frá okkur slæm efni  út í andrúmsloftið eða hvort hlýnunin sé aðeins eðlilegur gangur náttúrunnar. Hlýnun jarðar er fyrst og fremst vegna aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda, einkum losun koltvíoxíðs (CO2) koltvíoxíð heldur hitanum sem varmar jörðina. Sólargeislar fara í gegnum andrúmsloftið og hita yfirborð jarðar, þessum hita er svo endurkastað aftur út í geim. Því þykkri sem lögunin af gróðurhúsalofttegundunum er því meir halda þau hita inni sem eykur hitastig jarðar. Þegar aukning er á CO2(koltvísýringur) og annara gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum má búast við aukningu gróðurhúsaáhrifanna og hnattrænni hlýnun jarðar.

 Það er ákveðið jafnvægi í náttúrunni s.s. við losum frá okkur koltvísýring úr t.d. bílum og verksmiðjum sem að plönturnar breyta síðan í súrefni. En ef við höldum áfram að höggva niður tré þá eru ekki nægar plöntur til að breyta koltvísýringnum í súrefni, þá fer koltvísýringurinn í andrúmsloftið og eykst því verulega. Og þar af leiðandi safnast koltvísýringurinn í lofthjúpinn sem getur þykknað upp og veldur það hlýnun jarðar.

 

Á síðastliðnum 100 árum hefur meðaltalið á hitastiginu um allan heim hækkað um 0.75°C(1.4°F).  

 

Á þessu línuriti sjáum við hversu mikið meðalhitinn hefur hækkað á jörðu. Árið 1880 var meðalhitinn u.þ.b. 13.7°C og núna er hann u.þ.b. 14.5°C. Líklegasta orsökin er aukning gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar. Þessi aukning hitastigs getur leitt til bráðnunar jökla og þar af leiðandi deyja mörg dýr sem lifa á jöklum, t.d. mörgæsir og ísbirnir. Taka má fram að ísbreiðan í Norður-íshafinu hefur dregist hratt saman og er nú 7,4% minni en fyrir 25 árum, hefur þetta valdið hækkun sjávar og með því geta margar borgir farið undir sjó jafnvel heilu löndin. Það er búist við því að Norður-Íshafið verði orðið íslaust á sumrin í kringum 2100, að frátæknu svæði kringum pólinn sjálfan.

  

Úrkoma eykst að meðaltali um allan heim. Fellibyljir og stormar verða algengari og kröftugri þess vegna verða flóð og þurrkir mun algengari. Hvað getum við gert til að minnka líkurnar á hlýnun jarðar? Við getum keyrt minna, endurnýtt hluti og endurunnið.

bottom of page