top of page

Parísarsamningurinn

Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er alþjóðasamningur sem var undirritaður á Umhverfisráðstefnunni í Rio árið 1992.  Markmið þessa samnings er að koma á stöðugleika í andrúmsloftinu og að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1.5°C að meðaltali. Einnig að fylgjast stöðugt með, leggja mat á aðgerðir og stöðu ríkja í loftlagsmálum. Ráðstefnan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 1995.

 Alþjóðleg ráðstefna þátttökuþjóða sameinuðu þjóðanna (e.Conference of Parties) var fyrst haldin í Berlín. Í lok  árs 2015 fór sú ráðstefna fram í París.  Þar var sett fram “Parísarsamkomulagið” sem er frekar nýtt samkomulag í loftlagsmálum.
Öll ríki skulu standa upp og draga talsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar breytinga og fjármagna til grænar lausnir og aðstoða ríki sem verða undir mestu álagi vegna breytinga.

 

 Ráðstefnan mun safna saman leiðtogum um allan heim með því markmiði að ná lagalega bindandi og alhliða samkomulagi um loftlagsmálin.

Um leið og samkomulagið hefur tekið gildi verða aðgerðir landa metnar uppá nýtt á fimm ára fresti.

En árið 2018, semsagt tveimur árum áður en samkomulagið tekur gildi, verða gerðar kannanir á því sem þjóðirnar hafa gert til þess að minnka áhrif á hlýnun jarðarinnar, og verður þetta metið aftur uppá nýtt áður en samkomulagið mun taka gildi. Markmið ýmissa þjóða er að gera stórar breytingar fyrir árið 2025 og svo bæta sig ennþá meira fyrir árið 2030.

bottom of page