top of page

Umhverfis jörðina er þunnur lofthjúpur sem heitir gufuhvolf. Hann er aðallega gerður úr þremur lofttegundum: Súrefni (21%), köfnunarefni (78%), og argon (1%). Þar að auki er örlítið af öðrum lofttegundum sem innihalda vatnsgufu,vatnsdropa, ryk og ískristala. Þessar lofttegundir haldast á sínum stað vegna aðdráttaraflisins1.

 

Þótt lofthjúpurinn kringum jörðina okkar sé frekar lítill er hann samt nógu stór til þess að viðhalda lífi. Hann ver okkur gegn ýmsum hættum utan úr geimnum, þar á meðal

smærri loftsteinum og útfjólubláum geislum sólar sem eru skaðlegir okkur. Lofthjúpurinn skiptist í fjögur lög, s.s. veðrahvolf, heiðhvolf, miðhvolf og hitahvolf. Neðst í hjúpnum er veðrahvolfið (10-17km) hæð þar sem flugvélarnar fljúga og skýin myndast. Þar fyrir ofan er heiðhvolfið sem er í 48 km hæð og þar er þunnt ósonlag sem síjar burt megnið af útfjólubláum geislum sólar. Miðhvolfið tekur við af heiðhvolfinu og nær upp í 80 km hæð, þar myndast svo nefnd silfurský sem myndast úr ískristöllum. Fyrir ofan Miðhvolfið er Hitahvolfið sem er langstærsta hvolfið og nær yfir 600 km hæð, þar myndast norðurljósin. Efsta hvolfið er úthvolfið sem leiðir út í geiminn.

Óson (O3) er eitt af lofttegundum gufuhvolfsins sem finna má í ósonlaginu, magn þess er mest í heiðhvolfinu. Óson er sameind  gerð úr þremur súrefnisfrumeindum.

 

 

Óson hefur þrjár súrefnisfrumeindir í hverri sameind (O3) sameindirnar myndast þegar súrefnissameindirnar (O2) klofna í frumeindir sínar (O). Þessi breyting efna kallast efnahvörf.  

Andrúmsloft

bottom of page